Grænni framtíð það er málið.

Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar og ýmislegt fleira frá framleiðendum sem hafa mikinn metnað fyrir að framleiða góða vöru og nota gæða staðla eins og ISO 9001 og fleiri staðla til að tryggja góða framleiðslu og um leið lága bilanatíðni og ekki síður góða upplifun á viðráðanlegu verði fyrir neytandann.
Flestar vörurnar á síðunni eru gæða framleiðsla frá Asíu rétt eins og tölvan og síminn sem þú notar til að lesa þetta!
Á þessari síðu eru engar vafrakökur(e. cookies) eða önnur njósna forrit þú getur því áhyggjulaust vafrað fram og til baka án þess að afritað sé óumbeðnar upplýsingar um þig.

Spurðu fagmanninn og sérfræðinginn í hleðslustöðvum.

Sendu okkur póst það er öruggustu samskiptin.Aegen 22kW með Type 2 tengli, DLB álagsjöfnun, það eru fáir sem bjóða upp á það og ólíklega á þessu lága verði, bæði með AC 30mA og DC 6mA lekastraumsvörn og yfirálagsvörn, verð aðeins kr.74.200- eða kr.59.839- án VSK. sem fæst endurgreiddur hjá skattinum. Þessar hleðslustöðvar eru uppseldar!

Aegen er Plug and Play hleðslustöð byrjar strax að hlaða bara að stinga í samband við bílinn og hleðslan hefst, engar símastillingar ekkert APP, engar nettengingar ekkert bras ekkert vesen og virkar fyrir alla rafbíla bæði EV og PHEV alsstaðar og á öllum rafkerfum.

Verð með 5m langri snúru, DLB skynjara og Type 2 hulsu er aðeins kr.82.900- með VSK. og með 7m snúru kr.86.900- með VSK.
Það er auðvelt að skipta um hleðslusnúruna ef það þarf að endurnýja hana eða hafa hana lengri t.d. 10m eða 15m.

Mjög ódýr en samt ein sveigjanlegasta og endingarbesta hleðslustöðin á markaðnum! Það er rakið nánar á síðunni hér.


22kW, IP55, AC30mA og DC6mA lekastraumsvörn, DLB álagsjöfnun til varnar útleysingu á stofnvari og yfirálagsvörn.

Þessi hleðslustöð gengur líka þar sem ekki er næg orka fyrir hendi og jafnvel ekki 7kW heldur þá er hún einfaldlega stillt á Basik Mode með B lekastraumsrofa sjá leiðbeiningar þá er hleðslustöðin stillanleg frá 22kW og niður í 2,3kW og stillanlegur straumur frá 32A niður í 10A. Sjá Basik Mode stillingu.
Í sumarbústaðinn hentar þessi hleðslustöð fullkomlega líka.
Er með Type 2 tengli og getur því hlaðið alla rafbíla bæði með Type 1 og Type 2 klónum.
Mjög hrað virk byrjar strax að hlaða þegar merkið kemur frá bílnum og því mjög skemmtileg stöð.
Þetta er hleðslustöðin sem hentar flestum ef ekki öllum og líka í gömlum sem nýjum hverfum eða bæjum alstaðar á landinu!

Hleðslustöðin er fáanleg með fastri snúru 5m og það er líka hægt að hafa tengilinn eða hulsuna úti og hleðslustöðina inni allt eftir óskum hvers og eins. Allar breytingar er viðbótarkostnaður.

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér um Aegen

Hleðslustöð 22kW með 7m langri hleðslusnúru, skjár 2,4', straumstillanleg með takka á stöðinni 6,8,10,13,16,20,24 og 32A og AC30mA + DC6mA lekastraumsvörn. verð frá kr. með VSK eða kr. án VSK

T2 hulsa í bílinn, 7m kapall, skjár stillanlegur straumur 8A, 10A, 13A, 16A og 32A. Hægt að fresta hleðslunni(Delay button), APP, Evrópu standard CE(EN62196), TUV, RoHS, CB og UKCA merkt, IP54. Lekastraumsvörn.


Vatnsheld, truflanavörn(surge protection), tíðnivörn, yfirhitavörn, yfirspennu og yfirstraumsvörn og fl.

Setja þessa vöru í körfuna


Hleðslustöð og farhleðslustöð í handhægri tösku 22kW með skjá, straumstillanleg og AC og DC lekastraumsvörn. verð frá kr. með VSK eða kr. án VSK

Fimm pinna þriggja fasa kló 32A, T2 hulsa í bílinn, 5m kapall, stillanlegur straumur 8A, 10A, 13A, 16A og 32A. Hægt að fresta hleðslunni(Delay button) Evrópu standard CE, TUV, RoHS merkt. Lekastraumsvörn AC30mA + DC6mA.


Það er vart hægt að fara ódýrari leið til að hlaða rafmagnsbílinn það þarf bara tengil á vegginn fyrir farhleðslustöðina enda er hún tilbúin til notkunar að öðru leiti og svo er hægt að taka hana með í ferðalagið og vinnuna!

Nafnið farhleðslustöð hefur sömu orðmyndun og fartölva og farsími!

Setja þessa vöru í körfuna


Evcome farhleðslustöð í handhægri "Oxford cloth" tösku 3,7kW á 230V og 16 Amper stillanleg, með stórum litaskjá verð kr. 37.900- með VSK

Venjuleg tveggja pinna kló, T2 hulsa í bílinn, 5m kapall, stillanlegur straumur 8A, 10A, 13A og 16A. Evrópu standard CE, RoHS og UKCA merkt. Hönnuð fyrir 1N~230V og 3N~230/400V kerfi.


Á skjánum sést stilltur straumur, hlaðnar kWh, hleðslutími, lágspennan inn á stöðina 227V á mynd, smáspennan frá stýringu bílsins 12,2V á mynd sem er mjög hentugt, sýnir hvort stýringarmerkið komi frá hleðslutækinu í bílnum, sýnir einnig hvort jarðtengingin er í lagi sem er stórt öryggisatriði og straumurinn sem bílinn er að taka í hleðsluferlinu.


Farstöðin er vatnsþétt IP65, AC lekastraumsvörn, Smart örgjörvi, TPU hleðslusnúra lengri ending, það er mun þægilegra að lesa á þennan skjá sem er bæði litasamsetningin og stærðinni að þakka.

Farstöðin er með aðrar varnir eins og yfir og undirspennu, yfir og undir straum, eldingum og spennuflökti.

Það er vart hægt að fara ódýrari leið til að hlaða rafmagnsbílinn það þarf bara tengil á vegginn fyrir farhleðslustöðina enda er hún tilbúin til notkunar að öðru leiti og svo er hægt að taka hana með í ferðalagið og vinnuna!

Nafnið farhleðslustöð hefur sömu orðmyndun og fartölva og farsími!

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér

Weeyu 22kW heimastöð með 5m snúru og Type 2 hulsu í bílinn, APP og RFID, verð frá kr.117.900- með VSK til á lager.

Hleðslustöð með topp gæði, hæð 18cm lengd 18cm og dýpt 6,5cm s.s. það fer lítið fyrir henni á veggnum, vatnsþétt(IP65), DC6mA lekastraumsvörn, RFID, rofi.
Fáanleg með aukabúnaði eins og OCPP 1.6J, Wifi, Type B lekastraumsrofa. Evrópu standard CE, TUV, RoHS.

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér

Khons 22kW straumstillanleg niður í 2,3kW, toppgæða vegg og farhleðslustöð bæði einna og þriggja fasa verð frá kr.98.900- með VSK.

Vegg og farhleðslustöð með alla gæða og öryggis staðla eins og þéttleika IP65, CE og RoHS, AC30mA og DC6mA lekastraumsvörn, yfir og undirspennuvörn, yfirálagsvörn og eldingavörn.

Hleðslustöðinni fylgir veggfesting og það er auðvelt að smella stöðinni af festingunni þegar hún er tekin með í bílinn! Það er ekki ónýtt að geta tekið með sér 22kW hleðslustöð hvert sem er.

Einnig er hleðslustöðin með upplýsingaskjá og led-ljósum. Með fastri hleðslusnúru 7,5m, aðlagað fyrir hledslustodvar.is, T2 hulsu í bílinn og getur tengst í alla tengla með millistykkjum.

Engin af þessum stöðvum hefur bilað sem hledslustodvar.is hafa flutt inn.

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér

Bluesky AC 43kW þriggja fasa hleðslustöð verð kr.360.606- með VSK og kr. 399.100- tvöföld 2X63A.

Gólf hleðslustöð með einni eða tveimur hleðslusnúrum Type 2 hulsur 10q hleðslusnúrur. Snertiskjár, RFID kort, IC kort, OCPP 1,6 Ethernet gengur með E1.is þjónustunni, viðurkennd CE/TUV, FCC, ISO
Hæðin er 155cm og er líka til í bláum lit. Kemur beint frá framleiðanda í trékassa og afhendist þannig.

Setja þessa vöru í körfuna

Minni DC hleðslustöðvar fyrir heimili og fyrirtæki.

Get sérpantað DC hleðslustöðvar CCS1, CCS2 og CHAdeMO.
í stærðunum 7kW einn fasi 32A, 15kW þrír fasar, 20kW, 30kW og 40kW.
Hraðari og umhverfisvænni hleðsla minna tap í hitamyndun og lægri rekstrarkostnaður.
Þyngdin á 15kW og 20kW stöðinni er 40kg, stærð 548mm X 378mm X 160mm.

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér

Fleiri hleðslustöðvar í öllum stærðum og gerðum.

Get sérpantað margar gerðir af bæði AC og DC hleðslustöðvum í flestum ef ekki öllum stærðum.

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér

Hleðslusnúrur 22kW 5m kr.27.900- og 10m kr.37.900- með VSK.

Vandaðar snúrur, millistykki og fleira.

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér

Eftirlitsmyndavélakerfi IP kerfi.

Útimyndavélar, innimyndavélar, myndupptökuþjónar með hörðum tölvudiskum sem geta fylgt með.
Þegar diskurinn er að fyllast eyðir kerfið út elsta myndefninu jafn óðum og stoppar því ekki.
Það er þegar komin tveggja ára reynsla hér á landi sem lofar góðu.
Hægt að sjá myndefnið í smart gsmsímanum gegnum internetið.

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér

Netbúnaður ráterar og svissar.

"Svissar, ráterar, þráðlausir sendar, netþjónar, skápar, varaafgjafar og lagnaefni."

Setja þessa vöru í körfuna
Nánari upplýsingar eru hér