Luxman hleðslustöðin fyrir bílakjallara og fjölbílastæði þar sem þarf álagsstýringu á milli hleðslustöðva verð hver stöð kr. 121.900.-
Þessi hleðslustöð er 22kW og að sjálfsögðu hægt að fá þær 7kW.
Þriggja fasa stöðin gengur á einum fasa líka, þolir íslenskt veðurfar, skjár, snertitakki, sér RFID kort fyrir hverja stöð, 4G, OCPP samskipti út á netið, þriggja fasa kWh mælir fylgir hverri stöð, APP-stýrð, 5m TPU hleðslusnúra sem er auðvelt að skipta um, CE merkt og certified og CQC compliant.
Type 2 hulsa í bílinn eða tengill ef stöðin er snúrulaus, AC30mA + DC6mA lekastraumsvörn og tveggja ára ábyrgð.
Þessar hleðslustöðvar henta að sjálfsögðu líka við einbýli og minni fjölbýlishús og fyrirtæki hvort sem á þurfi að halda álagsjöfnun eða ekki.
Hleðslustöðvarnar eru stýrðar með CT-hub og samskiptin eru RS485 sem er algengasti iðnstýringar staðalinn og kapallengdin fyrir RS485 samskiptin geta verið allt að 200m.
RS485 samskipti eru mjög áreiðanleg samskipti svo framalega að efnisval og frágangur sé eftir bókinni.
Hvert stykki af CT-hub kostar kr. 36.700- og er fyrir allt að 600A stýringu.
Hægt er að vera með 1 til 16 hleðslustöðvar á hverjum CT-hub og ef hleðslu stöðvarnar eru fleiri er bætt við CT-hub og þannig geta orðið endalaust mörg 16 hleðslustöðva parti.
Setja þessa vöru í körfuna