Forsíðan
APP
Um síðuna
Rafbílar
Reiknivél
Leiðbeiningar
Raflagnir
Grænni framtíð það er málið.
Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar og ýmislegt fleira.
Hvað þarf að hafa í huga varðandi rafmagnið þegar kaupa á hleðslustöð?
Það er farið yfir það hér á þessari síðu.
Til að gera langa sögu stutta lýsi ég hvernig lögleg rafmagnstafla þarf að vera útbúin.
Á myndinni er þriggja fasa tafla en að sjálfsögðu á einnafasa tafla að vera eins
útbúin nema með einnafasa búnaði.
Ef hleðslustöðin er fast tengd og með innbyggða AC30mA og DC6mA lekastramsvörn
þarf ekki B-gerðar lekastraumsrofa í töfluna einungis varið(öryggið) fyrir hleðslustöðina.
Undantekning, ef hleðslustöðin er bara með innbyggða DC6mA lekastraumsvörn þarf líka A-gerðar lekastraumsrofa fyrir hleðslustöðina.
Hleðslustöðvar verða að hafa bæði DC og AC lekastraumsvarnir á bak við sig.
Farhleðslustöðvar tengjast í tengla sem verða alltaf að vera full lekastraums varðir bæði AC og DC.
Svona gæti taflan litið út sem þarf að endurnýja eða breyta fyrir hleðslustöðina.
Tenging lekastraumsrofa í rafmagnstöflum.
Þar sem stendur lekavörn á teikningu
er átt við lekastraumsvörn.
Þegar verkinu er nánast lokið þ.e.a.s. úttektin á verkinu er eftir þá
þarf að nota úttektarmæli fyrir hleðslustöðvar og þeir mæla frá hleðslusnúrunni
í gegnum hleðslustöðina og rafmagnstöfluna líka. Þetta er gert til að mæla
viðnámið í lögninni til að ganga úr skugga um að varbúnaðurinn leysi út við skammhlaup.
Einnig er lekastraumur mældur 30mA AC og 6mA DC og fleiri mælingar fara fram í þessum
mælum og síðan er gerð skýrsla og lögð inn hjá HMS.
Myndband um úttektarmælingar á hleðslustöð
Þó að þessi sé að grínast í myndbandinu þá er þessi aðferð að aftengja hleðslustöðina hleypt straumnum á og síðan gerð hringrásarmæling(Loop test) milli fasa og núll og fasa og jörð sem er lögbundin mæling til að ganga úr skugga um að það sé rofgeta fyrir hendi ef t.d. samhlaup verður frá töflu og í rafbílnum því það getur orðið samhlaup rafbílum líka og þá er eins gott að öryggið slái út ef slík bilun á sér stað. Ég tek alltaf mælinguna í gegnum hleðslusnúruna og hleðslustöðina enda getur leynst tengingarbilun eða gallaðir vírar þar líka.
Margar hleðslustöðvar og þá nýrri gerðir leyfa ekki hringrásamælingar í gegnum sig og þá þarf að aftengja hleðslustöðina og hleypa rafmagninu á kapalinn og mæla þannig.
Viðnáms mæling og útleiðslumæling(meggað) er svo gerð með aftengt í töflunni líka og eins og sést í myndbandinu á einangrunarviðnámið að vera meira en 999 Mega óm og viðnámið í vírunum sem næst 0,0 óm.
Lekastraumsrofa mælingin(testið) er átta mælingar og stundum fleiri eftir mælum og þá geti þið ímyndar ykkur hvað getur verið tímafrekt og þreytandi að mæla hleðslustöðvar með hægum örgörva sem veldur því að mælirinn þarf að bíða í hátt í hálfa mínútu eftir stöðin sé tilbúinn í næstu mælingu(test) sem eru 8 sinnum bara á lekastraumsrofanum eins og ég kom inn á áðan!
Það þarf nú vart að taka það fram að það má aldrei megga í gegnum hleðslustöðina rafeinda og tölvubúnaðurinn í hleðslustöðinni gæti orðið fyrir skemmdum.