Grænni framtíð það er málið.

Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar og ýmislegt fleira.

Hvað þarf að hafa í huga varðandi rafmagnið þegar kaupa á hleðslustöð?
Það er farið yfir það hér á þessari síðu.

Til að gera langa sögu stutta lýsi ég hvernig lögleg rafmagnstafla þarf að vera útbúin.
Á myndinni er þriggja fasa tafla en að sjálfsögðu á einnafasa tafla að vera eins
útbúin nema með einnafasa búnaði.
Ef hleðslustöðin er fast tengd og með innbyggða AC30mA og DC6mA lekastramsvörn
þarf ekki B-gerðar lekastraumsrofa í töfluna einungis varið(öryggið) fyrir hleðslustöðina.

Undantekning, ef hleðslustöðin er bara með innbyggða DC6mA lekastraumsvörn þarf líka A-gerðar lekastraumsrofa fyrir hleðslustöðina.
Hleðslustöðvar verða að hafa bæði DC og AC lekastraumsvarnir á bak við sig.
Farhleðslustöðvar tengjast í tengla sem verða alltaf að vera full lekastraums varðir bæði AC og DC.

Svona gæti taflan litið út sem þarf að endurnýja eða breyta fyrir hleðslustöðina.

Tenging lekastraumsrofa í rafmagnstöflum.
Þar sem stendur lekavörn á teikningu
er átt við lekastraumsvörn.

Þegar verkinu er nánast lokið þ.e.a.s. úttektin á verkinu er eftir þá
þarf að nota úttektarmæli fyrir hleðslustöðvar og þeir mæla frá hleðslusnúrunni
í gegnum hleðslustöðina og rafmagnstöfluna líka. Þetta er gert til að mæla
viðnámið í lögninni til að ganga úr skugga um að varbúnaðurinn leysi út við skammhlaup.
Einnig er lekastraumur mældur 30mA AC og 6mA DC og fleiri mælingar fara fram í þessum
mælum og síðan er gerð skýrsla og lögð inn hjá HMS.