Grænni framtíð það er málið.

Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar og ýmislegt fleira. Hleðslustöðvar.is er einnig ráðgjafarfyrirtæki í uppsetningu hleðslustöðva, öryggismyndavélakerfum og tölvulögnum.

Stutt samantekt á virkni rafbíla.Rafmagns fólksbílar eru drifnir áfram af þriggja fasa riðstraums rafmótorum einum eða fleiri.
Þessir móttorar eru með síseguls ankeri(snúð) eða pólhjól á fagmáli rafvélavirkja sem gerir þá mun skilvirkari en venjulegir þriggja fasa mótorar hafa verið í gegnum tíðina. Annar kostur við síseguls ankerið er að mótorinn breytist í rafal og framleiðir rafmagn inn á batteríið þegar hemlað er og látinn halda við niður brekkur.

Mótorstýringin býr til fasana, spennuna, strauminn og tíðnina sem hentar mótornum miða við snúninghraða og átak hverju sinni.
FET-transistorar eru mikið notaðir í rafeindabúnaðinn fyrir rafbíla og hraðhleðslustöðvar(DC).

Hér er slóð á youtube myndband sem skýrir virkni riðstraums mótors, acynchron.Þetta er mynd af Type 1 samskiptunum milli bíls og hleðslustöðvar eins og þau sjást í sveiflusjá(skópi). Þetta er kassabylgja 1 kHz og hæðin á kössunum segir til um hleðslustrauminn.

Þessi samskipti eru ekki eins í Type 2 og er því betra að vera með hleðslustöðvar sem styðja báða staðla.