Öruggast og skynsamlegt er að nota CEE tengla því þeir hitna ekki neitt þó þeir séu undir fullu álagi klukkustundunum saman eins og þegar verið er að hlaða rafbíla og þannig eiga tenglar og klær að vera þola fullan straum á meðan hleðslan er í gangi og þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur.
Eldavéla tengillinn er yfirleitt bara 25 Amper og því ekki sambærilegur við CEE tengla og klær sem eru gerð fyrir mun meira álag og í langan tíma. Það eru til einstaklingar sem halda og breiða út að CEE tenglar henti ekki fyrir hleðslustöðvar, það er ekkert annað enn vanþekking.
Bláu þriggja pinna 16A(3,7kW) tenglarnir henta fullkomlega fyrir hleðslu upp í 16A á einum fasa og ef hlaðið er á hærri straum en 13 Amper þurfa vírarnir að vera 2,5 kvaðröt frá töflunni í tengilinn. þessir tenglar eru til bæði í rofadós og utanáliggjandi og því auðvelt að skipta út gamla tveggja pinna tenglinum sem er ótraustur búnaður.
Fleiri gerðir:
Einna fasa þriggja pinna bláu 32A(7,4kW) tenglarnir eru aðeins stærri og svo eru rauðu fimm pinna þriggja fasa til í 16A(11kW) og 32A(22kW) sem henta fyrir heimilið og sumarbústaðinn með þriggja fasa rafmagn.
Nafnið farhleðslustöð hefur sömu orðmyndun og fartölva og farsími! Riðstraums(AC) hleðslustöðvar og farhleðslustöðvar eru ekki hleðslutæki, spennubreytar né AC/DC spennugjafar, grunnvirknin er að vera rofi á milli rafkerfisins og bílsins og hleypa rafmagni til bílsins með spólurofum við ákveðin uppfyllt skilyrði eins og að takmarka mesta leyfilega straum sem bílinn eða hleðslutækið í honum mega taka frá rafkerfinu og algengar straumstærðir er frá 6A og 32A fyrir Íslensk heimili.
Jafnstraums(DC) hleðslustöðvar eru hins vegar hleðslutæki enda miklu mun stærri, þyngri og dýrari búnaður, hægt að lesa meira um það undir leiðbeiningar.
3,5kW hleðslustöðin er með hitaskynjara í tveggja pinna klónni og því mun minni hætta á ofhitnun á veggtenglinum, eftir sem áður þá er það engin 100% lausn því flestir þessara tveggja pinna tengla sem eru hannaðir og framleiddir í Evrópu eru óttalegt drasl á góðri Íslensku!
Hér fyrir neðan er mynd af snúrunni milli tveggja pinna klóarinnar og farstöðvarinnar og hún er merkt 3G2.5mm2 + 2X0.5mm2, skýring 3G er 3 vírar og einn af þeim er gul/grænn jörð og hinir tveir eru núll og fasi 2.5mm2 er 2,5 kvaðrata vír eins og þarf fyrir 16 Amper og svo eru tveir vírar 0,5 kvaðrat hvor fyrir hitaskynjarann sem er termistor NTC(Negative Temperature Coefficient) sem þýðir að viðnámið lækkar við aukinn hita á klóarpinnunum.
Seinni myndin sýnir viðnámsgildið þegar klóin er í tengli og í lagi engin hitamyndun.
Gott að hafa það í huga að þessi búnaður er ekki í öllum farstöðvum með tveggja pinna klónni og ekki heldur B-gerðar lekastraumsrofa það er hins vegar fyrir hendi í Heiu.
Það hefur sýnt sig margsinnis að tveggja pinna tenglarnir þola ekki meiri straum en 6 Amper í lengri tíma og gamlir og slitnir þola ekki einu sinni svo mikinn straum og væri því strax betra að láta skipta þeim út fyrir nýja CE merkta og 16 Amper. Þessir tveggja pinna tenglar eru líka að brenna þegar tauturrkarar rafmagnsofnar, hitablásarar og jafnvel þvottavélar sem taka bara 9 Amper eru tengdar í þá.
Við hjá hleðslustövar.is bjóðum því upp á að skipta um tveggja pinna klónna og setja bláa þriggja pinna kló á stöðina í staðin þér að kostnaðar lausu en þá þarf rafvirkja til setja bláa tengilinn í staðin fyrir gamla tveggja pinna tengilinn. Þetta eru sömu tenglar og eru oftast notaðir á tjaldstæðum og þar sem álagið er mikið af augljósum ástæðum.
Þessar bláu CEE klær og tenglar fást víða í byggingarvöru verslunum og verkfæralagerum.
Ástæðan fyrir því að þessar 16A hleðslustöðvar koma með tveggja pinna klónni er að þær eru viðurkenndar í Evrópusambandinu og Ísland er með rafmagnsreglugerðina eða staðalinn frá Evrópu og verður þá um leið löglegur búnaður hér á landi.
Sendu mér mail hér gunnthorarna@outlook.com
Það er öryggisatriði að vera með skjá á farhleðslustöðvum og geta séð bæði straum og spennu og þá um leið spennufall og hér er rakið einfalt dæmi um hvernig
hægt er að nýta sér það. Á Íslandi er málspennan 230 Volt á milli fasa og núllsins, það getur verið aðeins hærra eða lægra af eðlilegum ástæðum en skoðum núna
dæmi hvernig við getur nýtt upplýsingaskjáinn og þegar við setjum farstöðina í samband við tengilinn(innstunguna) frá rafmagnstöflunni þá sýnir farstöðin á skjánum t.d. 230V
því það á enn eftir að stinga hulsunni í portið á rafbílnum og nú er bílinn settur í samband og þegar hleðslan er komin í gang getur tekið tvær til þrjár mínútur fyrir hleðslutækið í bílnum að keyra sig upp og þegar það er komið þá er
lesið aftur á volt mælinn á stöðinni og ef hann sýnir t.d. 210V eða jafnvel lægra þá er spennufallið full mikið og þá þarf að lækka strauminn með takkanum á stöðinni og eins gott að stöðin bjóði upp á það. Mikið spennufall reynir of mikið á vírana og kaplana.
Ef spennufallið í 2,5q vír og 15 metra langur kapall og 16 Amper er 6,7 Volt, þá er engin hætta og rökstyðjum það, viðnámið í eir vírnum er R = 0,0175 * L / q, sett inn í formúluna R = 0.0175 * 30 / 2,5 er 0,21 óm "viðnámið í vírunum(R)"
formúlan fyrir pennufallið í vírunum er ΔU = 2 * I * R sett inn í formúluna ΔU = 2 * 16 * 0,21 er 6,7V og ekkert fasvik.
Fyrir þau sem vilja meiri upplýsingar um þennan hleðslustöðvar heim má nefna fleiri atriði sem tenglar, klær, kaplar og hleðslustöðvar þurfa að þola og það er ekki bara straumurinn(amperin) sem sjást á skjánum á hleðslustöðvunum því það er launaflið og um leið launstraumur í hleðslutækjum bílana það eykur álagið vegna þess að það þarf að breyta riðspennu(AC) í jafnspennu(DC) í hleðslutækinu sem er innbyggt í bílana og þessi búnaður þarf mikið af þéttum og spólum í það verkefni sem veldur fasviki.
Þær mælingar sem ég hef gert á rafbílum sem dæmi ef 16A hleðslustöð sýnir 14,7A hef ég mælt með RMS mæli 15,5A sem er þá fasvik upp á 18 gráður og nú er ég að tala um hornafræði útreikninga sem eru m.a. notaðir í riðstraumsfæði og þessi viðbótar straumur í rásinni er gagnslaus enn reynir meira á allan rafbúnaðinn eins og vör, víra, hleðslustöðvar, klær og tengla.
Þetta er stutt lýsing enn ábending um að það er ekki bara raunstraumur(14,7A) á ferðinni meðan verið er að hlaða rafbíla það bætist við launstraumur líka vegna riðstraums lögmála. Fasvikið getur verið mismunandi eftir framleiðendum á innbyggðu hleðslutækjunum í bílunum og margir bílaframleiðendur nota sömu gerðir af innbyggðu hleðslutækjunum eins og batteríum enda ódýrara að fá þennan staðlaða búnað hjá öðrum verksmiðjum en að framleiða hann sjálfir.