Grænni framtíð það er málið.

Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar og ýmislegt fleira. Hleðslustöðvar.is er einnig ráðgjafarfyrirtæki í uppsetningu hleðslustöðva, öryggismyndavélakerfum og tölvulögnum.

Sendu okkur póst það eru öruggustu samskiptin.

Aegen 22kW með tengli verð frá kr.74.200- eða kr.59.839- án VSK. sem fæst endurgreiddur hjá skattinum.
Verð með 5m langri snúru verð frá kr.82.900- eða kr.66.855- án VSK

Þetta er einingastöð og því hægt að skipta um íhlutina á ódýran og einfaldan hátt sem gerir þessa stöð með þeim hagstæðustu, sveigjanlegustu og umhverfisvænstu sem völ er á vegna þess að það þarf ekki að henda henni og kaupa nýja þó það komi upp smá bilun bara skipta um bilaða íhlutinn og stöðin er í fullu fjöri áfram um ókomin ár og minni sóun og mengun um leið.
Það er tveggja ára ábyrgð á efnislegum göllum á stöðinni!

Einingarstöð hvað er átt við með því jú þá er búnaðurinn inni í henni sjálfstæðar einingar eins og notaður er í rafmagnstöflum/iðnaðartöflum og festur á dinskinnu og því auðvelt að skipta um hann og um leið ódýrt ef svo ólíklega vildi til að til þess kæmi og þá kemur rúsínan í pylsuendanum það er ekki móðurborð í þessari hleðslustöð sem er stórt atriði þegar farið er í ódýra hleðslulausn sem á að endast og virka árum saman, smá bilun á móðurborði getur þýtt að hleðslustöðin er ónýt því það borgar sig ekki að gera við það vegna þess að nýtt móðurborð kostar nánast eins og ný stöð!

Spólurofinn er 3X63A(43kW) enn það fer aldrei meiri straumur í gegnum hann en 3X32A(22kW) og rafliðinn eða stýringarliðinn er Vekon IEC 61851 með AC og DC skynjara sem hefur komið mjög vel út og notaður í mun dýrari hleðslustöðvar en Aegen sem er bara ávísun á gæði.
Þessi hleðslustöð er samhæf við bæði Type 1 og Type 2 samskipta staðlana og því engin vandamál sama hvaða bíll með Type 1 eða Type 2 hleðslusnúrur eða millistykki eru notuð og í lagi.

Hleðslustöðin er með AC30mA og DC6mA lekastraumsvörn og þarf því bara var í töfluna eftir aðstæðum.

Stöðin getur líka verið einna fasa og í Basik Mode er hleðslustöðin stillanleg í 10A, 16A, 20A, 25A eða 32A allt eftir því hvað rafkerfi hússins ræður við sem leysir vandann fyrir marga
og má taka gott dæmi þar sem 10 eða 16 kvaðrata heimtaugin kemur inn í íbúðina eða húsið með 50 eða 63 Amper enn í flestum tilfellum er grennri kapall í bílskúrinn og þá oft 4 eða 6 kvaðröt, 25 eða 32 Amper og því minna straumþol í bílskúrnum, þá er stöðin einfaldlega stillt á 16, 20 eða 25 amper því eitthvað verður að vera eftir fyrir aðra rafmagnsnotkun annars slær úr með tilheyrandi óþægindum. Það þarf hins vegar B-gerðar lekastraumsrofa fyrir hleðslustöðina í þessari stillingu og er útskýrt í leiðbeiningum sem fylgja hleðslustöðvunum og eru líka aðgengilegar á síðinni hérna og á fleiri stöðum.

Aukabúnaður sem hægt er fá í stöðina er dinamic load balancing straumspennir, Type-B lekastraumsrofi fyrir Basik Mode stillingu, föst snúra, tengilinn eða hulsan úti og stöðin inni og fleira, sérpöntun. Sjá mynd hér fyrir neðan af tengli í boxi enn hleðslustöðin er inni í húsi eða bílskúr og fer betur um hana þar.


Aegen með DLB(dinamic load balancing) búnað sem kemur í veg fyrir að öryggin slái út þó það sé verið að þvo, elda og hlaða bílinn samtímis, útskýringar hér fyrir neðan.

Hins vegar ef hugmyndin er að vera með tvær 22kW Aegen hleðslustöðvar á þremur fösum þarf að ganga úr skugga um að rafmagnsstofninn inn í töfluna sé með 16mm2 kapal eða sverari og þá er hægt að víra upp töfluna með 16mm2 vírum líka og þá má nota 63A höfuðvör sem breytir dæminu töluvert vegna þess að þá er hægt að hafa aðra hleðslustöðina 22kW án álags jöfnunar og hin er þá með DLB álagsjöfnun og stillt t.d. á 50A og ver þannig stofnvarið meðan mikið álag er á stofninum vegna eldamennsku þvotta og fleira. Hleðslustöðin með DLB álagsjöfnuninni byrjar svo að hlaða um leið og það er hægt vegna minkandi álags á stofninn.


Leiðbeiningar fyrir uppsetningaraðila!
Til baka
Setja þessa vöru í körfuna

Ekkert móðurborð bara útskiptanlegar einingar sem er besta fyrirkomulagið.
Húsið er úr sterku plasti og lokið er skrúfað á með sex skrúfum og gúmmí pakkning undir IP65, einfalt og vandað.

Auðveld og einföld í uppsetningu eins og blasir við á myndinni og ekki heldur neinar kaffipásur á milli úttekta mælinga 20+ mælingar í úttekt, allar hleðslustöðvar þurfa endurræsingu í hvert skipti meðan úttektarmælingar eiga sér stað, stöðin er með mjög hrað virkan örgjörva. Varnir eru í samræmi við staðalinn IEC 61851.


Hleðslustöðin gengur í öll hús á Íslandi þar sem eru 2X~220V, 3X~220V, 1N~230V, 3N~400/230V, 2N~460/230V kerfin, heimarafstöðvar sem halda spennu og tíðni innan skekkjumarka, reyndar er sjálfur rafbílinn viðkvæmari en hleðslustöðin.
Stillanlegur straumur er stór plús þá er mesti straumur sem bílinn má taka stilltur fyrir fram sem hentar t.d. í húsum eða íbúðum með 35A höfuðvör og bílskúrar með minni straumgetu.

Enn um fram allt þá er þessi hleðslustöð 22kW.


Leiðbeiningar fyrir uppsetningaraðila!
Til baka
Setja þessa vöru í körfuna

Aegen PCB design á vegg eða staur er með fastri snúru 5m, T2, DC6mA lekastraumsvörn, RFID kort, IP65, 32A einn fasi. kr.45.200- uppseld önnur sending á leiðinni

Auðveld í uppsetningu og hentar sem ein stöð eða tvær og jafnvel þrjár saman, ein á hverjum fasa í þriggja fasa kerfi þar sem margir rafbílar eru á heimilinu. Þannig er hægt að fullnýta 22kW á þrjá bíla samtímis og ná þannig styttri hleðslutíma og meiri hagræðingu.


Hleðslustöðin gengur í öll hús á Íslandi þar sem eru 2X~220V, 3X~220V, 1N~230V, 3N~400/230V, 2N~460/230V kerfin, heimarafstöðvar sem halda spennu og tíðni innan skekkjumarka.


Til baka
Setja þessa vöru í körfuna

Aegen farhleðslustöð í handhægri tösku 3,5kW verð frá kr.38.200-.
Þetta er mjög gott verð fyrir stöð með upplýsinga skjá og stillanleg.

T2 hulsa(kló) í bílinn, 5m kapall skjár stillanlegur straumur 8A, 10A, 13A og 16A. Evrópu standard CE merkt.

Það er stór kostur að geta stillt farstöðina með tveggja pinna klónni á 8 Amper og minka líkurnar á hitamyndun í venjulegum tenglum og lögnum með 1,5q vír.

Hledslustodvar.is bjóða upp á að fá 16A farstöðina með bláu klónni ef óskað er eftir því!
Einnig er boðið upp á töflubreytingar og lagnir fyrir tengla í samræmi við reglugerð.
Töflubreytingin fellst í því að bæta við vari(öryggi) og lekastraumsrofa í töfluna, leggja 2,5q kapal eða víra í rör þar sem það á við og 16A tengill á vegginn. Síðan er lögnin og farhleðslustöðin tekin úr, mæld með hleðslustöðvar úttektarmæli og tilkynnt til HMS eins og á að gera þetta. Að sjálfsögðu er boðið upp á aflmeiri lagnir líka eins og þrjá fasa og 32A.
Kostnaðurinn er metinn á hverjum stað fyrir sig enda mjög breytilegur eftir aðstæðum.

Einnig eru til 7,4kW blá kló 32A og 11kW rauð kló 16A þriggja fasa, T2 hulsa í bílinn og IP54 sem samsvarar skvettuvarin.

Þessar hleðslustöðvar eru ekki neitt bráðbyrgða dót eins og heyrist oft með farhleðslustöðvar þær standast alla öryggis staðla eins og aðrar hleðslustöðvar þurfa að gera til að standast Evrópu staðla og þær eru jafn fljótar að hlaða og systur þeirra skrúfaðar upp á vegg!

Allir tenglar fyrir farhleðslustöðvar verða að vera lekastraumsvarðir bæði AC30mA DC6mA samkvæmt reglugerð!

Leiðbeiningar um notkun farhleðslustöðva og þetta á við allar farhleðslustöðvar líka þær sem fylgja bílunum!.

Til baka
Setja þessa vöru í körfuna