Grænni framtíð það er málið.
Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar og búnað sem fylgir þeim.
Við flytjum inn hleðslustöðvar sem hafa komið mjög vel út m.v. íslenskar aðstæður, vel búnar og á hagstæðu verði.
Sendu okkur tölvupóst og við finnum út úr því hvaða hleðslustöð hentar þínum þörfum.
Tveggja ára ábyrgð.
Hleðslusnúrur, snúrur til endurnýjunar, millistykki, töflubúnaður og fleira.
Skoðaðu úrvalið hér
Það er líka kægt að panta með því að smella á myndina fyrir neðan

Til að árétta það þá er 22kW hleðslustöð 7,4 kW á einna fasa bílum, 11kW hleðslustöðvar eru bara 3,5kW á einnafasa bílum og því engan veginn hægt að bera þær saman við 22kW hleðslustöðvar sem hlaða 22kW og 7,4 kW bíla helmingi hraðar vegna þess að þær eru 32 Amper á hvern fasa en 11kW hleðslustöðvarnar eru bara 16 Amper á hvern fasa og því helmingi hægari og það munar um það hvort það taki 8 klukkutíma eða bara 4 klukkutíma að hlaða bílinn og gefur því auga leið að notagildi bílsins eykst til muna að stytta hleðslutímann um helming.
Straumþolið og aflið í 22kW hleðslustöðvum er helmingi meira en í 11kW hleðslustöðvum og þar af leiðandi þarf búnaðurinn innan í henni eins og vírar og spólurofar að vera helmingi
öflugri og kapallinn að henni og hleðslusnúran er einnig helmingi öflugri til að þola strauminn. það er meiri framtíð í að kaupa 22kW hleðslustöð líka af þeirri ástæðu að batterí rafbíla fara stækkandi í kWh(kílóvatt stundir).
Það er enginn rafmagnssparnaður í minni hleðslustöð hver kWh kostar það sama óháð tíma, ekki láta plata ykkur.
Ábending, þegar bílarnir eru hitaðir upp í gegnum hleðslustöðina getur upphitunartíminn farið eftir stærð hleðslustöðvarinnar og því betra að vera með öflugri hleðslustöð í því tilfelli líka.
Engin ábyrgð er tekin á misritun á heimasíðunni!