Öruggast og skynsamlegt er að nota CEE tengla því þeir hitna ekki neitt þó þeir séu undir fullu álagi klukkustundunum saman eins og þegar verið er að hlaða rafbíla og þannig eiga tenglar og klær að vera.
Bláu þriggja pinna 16A(3,7kW) tenglarnir henta fullkomlega fyrir hleðslu upp í 16A á einum fasa, þeir eru til bæði í rofadós og utanáliggjandi og því auðvelt að skipta út gamla tveggja pinna tenglinum sem er ótraustur og hættulegur búnaður.




Fleiri gerðir:

Einna fasa þriggja pinna bláu 32A(7,4kW) tenglarnir eru aðeins stærri og svo eru rauðu fimm pinna til í 16A(11kW) og 32A(22kW) sem henta fyrir heimilið og sumarbústaðinn með þriggja fasa rafmagn.




Þetta er ótrúlega góð kaup fyrir 22kW hleðslustöð til að hlaða rafmagnsbílinn það þarf bara tengil á vegginn fyrir hleðslustöðina og farhleðslustöðina enda er hún tilbúin til notkunar að öðru leiti og svo er hægt að taka hana með í ferðalagið og vinnuna!
Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hleðslustöðinni.


Nafnið farhleðslustöð hefur sömu orðmyndun og fartölva og farsími! Riðstraums(AC) hleðslustöðvar og farhleðslustöðvar eru ekki hleðslutæki, spennubreytar né AC/DC spennugjafar, grunnvirknin er að vera rofi á milli rafkerfisins og bílsins og hleypa rafmagni til bílsins við ákveðin uppfyllt skilyrði eins og takmarka mesta leyfilega straum sem bílinn eða hleðslutækið í honum mega taka frá rafkerfinu og algengar straumstærðir er frá 6A og 32A fyrir Íslensk heimili.
Jafnstraums(DC) hleðslustöðvar eru hins vegar hleðslutæki enda miklu mun stærri og þyngri og dýrari búnaður.


3,5kW hleðslustöðin er með hitaskynjara í tveggja pinna klónni og því mun minni hætta á ofhitnun á veggtenglinum, eftir sem áður þá er það engin 100% lausn því flestir þessara tveggja pinna tengla sem eru hannaðir og framleiddir í Evrópu eru óttalegt drasl á góðri Íslensku!


Það er búið að sýna sig margsinnis að flestir þessara tengla þola ekki meiri straum í lengri tíma en 6 Amper og gamlir og slitnir þola ekki einu sinni svo mikinn straum og væri því strax betra að láta skipta þeim út fyrir nýja CE merkta og 16 Amper. Þessir tveggja pinna tenglar eru líka að brenna þegar tauturrkarar rafmagnsofnar, hitablásarar og jafnvel þvottavélar sem taka bara 9 Amper eru tengd í þá það þarf ekki meira til en það sem sýnir hvað þeir eru varasamir.



Við hjá hleðslustövar.is bjóðum því upp á að skipta um tveggja pinna klónna og setja bláa þriggja pinna kló á stöðina í staðin þér að kostnaðar lausu en þá þarf rafvirkja til setja bláa tengilinn í staðin fyrir gamla tveggja pinna tengilinn. Þetta eru sömu tenglar og eru oftast notaðir á tjaldstæðum og þar sem álagið er mikið af augljósum ástæðum.

Þessar klær og tenglar fást víða í byggingarvöru verslunum og verkfæralagerum.


Ástæðan fyrir því að þessar 16A hleðslustöðvar koma með tveggja pinna klónni er að þær eru viðurkenndar í Evrópusambandinu og Ísland er með rafmagnsreglugerðina eða staðalinn frá Evrópu og verður þá um leið löglegur búnaður hér á landi.

Sendu mér mail hér gunnthorarna@outlook.com