Grænni framtíð það er málið.

Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar, rafbúnað þeim tengdum og ýmislegt fleira.

Sendu mér póst þannig fara kaupin fram á öruggan hátt.

gunnthor@gunnthor.com eða hledslustodvar@hledslustodvar.is

Rafbúnaður.Þegar rafbílunum fjölgar á heimilinu er óþægilegt að vera einungis með eina hleðslustöð.
Hér er lausn að nota tvær til þrjár heimilis hleðslustöðvar á einum 32A þriggja fasa stofni án þess að ofhlaða rafkerfi hússins.
Með rofabúnaði í stýringatöflunni er valið hvort hlaða eigi með einni stöð og þá er sú stöð sem valin er 22kW hinar óvirkar á meðan.
Hinn valmöguleikinn er stillt á allar virkar og þá er hver stöð 7,2kW á einum fasa, þannig er hægt að hlaða þrjá bíla í einu og skipta fösunum jafnt á milli sín án þess að ofhlaða stofninn.

Hönnuð og framleidd hjá Hleðslustöðvar.is Verð aðeins á stýringartöflu kr. 140.000-
Einnig fáanleg með fjarstýringu verð frá kr. 180.000-


Margar stöðvar á einum stofni.
Álagsjöfnun með fjórum eða fleiri heimilis hleðslustöðvum og þær mega vera af mörgum gerðum.
Iðntölvustýring sendir merki inn á hleðslutækið í bílunum og stjórnar þannig hleðslustraumnum til að koma í veg fyrir að stofninn ofhlaðist.
Virknin er eftirfarandi: Þau ökutæki sem koma fyrst inn í hleðslu fá fullt afl eins og er í boði í hverju tilviki og svo byrjar álagsjöfnun eftir því sem ökutækjum fjölgar.
Straumurinn og Straumlækkunin er alltaf sú sama á hvert ökutæki til að gæta jafnræðis alveg niður í 6A.
Miðað er við að stofninn sé það stór að öll ökutækin geti verið samtímis í hleðslu á 6A, ef stofninn ræður ekki við það fara síðustu ökutækin sem koma inn í hleðslu í biðröð.

Hönnuð og framleidd hjá Hleðslustöðvar.is Verð fer eftir aðstæðum á hverjum stað.

Hleðslustöð með tvo tengla. Annar gæti verið úti og hinn inni eða bara hvað hentar.
Stillt er með valrofa hvorn tengilinn á að nota 1 eða 2 og geta verið fleiri.

Læstur tengill.
Læstur tengill með tímaliða.
Lykill eða fjarstýring til að gangsetja.Tengill fyrir farhleðslustöð.
Bláir eða rauðir í öllum stærðum.
Þessir tenglar eru merktir m.a. CEE 16A-6h, 6h stendur fyrir staðsetningunni á jarðpinnanum ekki að tengilinn megi bara nota í 6 klukkustundir eins og sumir halda.
 

Myndin sýnir fyrirkomulag lekaliða eftir mismunandi hleðslustöðvum.

Til sölu B-gerðar lekaliðar CE merktir 40A eða 63A 30mA-AC og 6mA-DC.
Tveggja eða fjagra póla.

Verð frá  kr.15.000-