Grænni framtíð er það ekki málið.

Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar, rafbúnað þeim tengdum og ýmislegt fleira.

Sendu mér póst þannig fara kaupin fram á öruggan hátt.

gunnthor@gunnthor.com eða hledslustodvar@hledslustodvar.is

Leiðbeiningar.Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að hlaða rafmagni á rafbíla þarf mikla raforku og því verður að fara eftir reglum HMS hvað varðar lagnir og frágang rafmagnstafla og raflagna að hleðslustöðvum.

Riðstraums(AC) hleðslustöðvar sjá ekki um hleðslu rafhlaða í rafbílum það er hleðslutækið í bílunum sjálfum sem stjórnar hleðslunni, hleðslustöðvarnar(AC) eru einskonar rofi á milli rafmagnstöflunnar og bílsins sem hleðslutækið í bílnum stjórnar.
DC hleðslustöðvar eru hins vegar hleðslutæki sem stjórna hleðslunni á rafhlöðunum sem er mjög sérhæft ferli og allt annað og mun flóknara en að hlaða startgeymi eins og algengur er í brunaheyfilsbílum.

Ef þið sjáið óvenjulega hegðun á hleðslustöðinni eins og óvenju lengi að hlaða með litla straumtöku eins og 0,7A eða jafnvel enga straumtöku, ekki hafa áhyggjur af því hleðslutækið í bílnum nær ekki alltaf að hlaða rafhlöðuna í 100% vegna óhagstæðs hita á henni og einnig getur ástæðan verið ójöfn hleðslustaða á sellum(Cell Ballancing), þetta getur valdið því að hleðslustöðin hangi inni á meðan, einfaldlega slökkvið á hleðslustöðinni og takið hleðslusnúruna úr sambandi þegar þið ætlið að nota bílinn. þetta verður komið í lag næst þegar bílinn verður hlaðinn.

Einnig kemur fyrir að smarthleðslustöðvarnar koma með villuboð um að þær hafi misst sambandið við bílinn þegar bílinn er tekinn úr sambandi án þess að slökkt sé á hleðslustöðinni, það er fullkomlega eðlilegt eins og gefur að skilja!Notum 16A iðnaðartenglana fyrir hleðslu rafbíla með hleðslustöðvar upp að 16A einn fasi og 2,5 fermillimetra vír.
venjulegi tveggjapinna tengilinn og 1,5 fermillimetra vír hitna undan álaginu við hleðslu rafbíla og geta þannig valdið íkveikju, sjá mynd af réttum tengli.
Þessir tenglar eru merktir CEE 16A-6h, 6h stendur fyrir staðsetningunni á jarðpinnanum ekki að tengilinn megi bara nota í 6 klukkustundir eins og sumir halda

.Margar hleðslustöðvar sem eru fluttar inn til landsins hafa ekki jafnstraums(DC) lekavörn og jafnvel ekki riðstraums(AC) lekavörn heldur, þetta getur skapað hættu og því nauðsynlegt að fá rafverktakann til að setja B-gerðar lekaliða í rafmagnstöfluna fyrir framan A liða sem fyrir eru ásamt sér öryggi fyrir hleðslustöðina.
Lekastraumsrofi B-gerð slær út ef jafnstraumsleki nær 6mA og riðstraumsleki nær 30mA og er því nauðsynleg vörn fyrir leka inn á rafkerfið frá t.d. rafbílum.
Ástæðan er ef það verður jafnstraumsleki inn á rafkerfi hússins verður gamli AC lekastraumsrofinn óvirkur og það er hættulegt.
WallBox Besen, PowerCore og fleiri hleðslustöðvarnar eru með innbyggða B-gerðar lekastraumsvarnir og þurfa því aðeins að tengjast á sér öryggi í rafmagnstöfluna samkvæmt reglugerð.

Hleðslusnúrur falla undir lög nr.146/1996 Það þýðir að einungis löggiltir rafverktakar hafa leyfi til að gera við eða breyta hleðslusnúrum enda bera þeir fulla ábyrgð á þeirri vinnu eins og annarri vinnu við neysluveitur og hleðslustöðvar tilheyra neysluveitum eins og önnur raftæki.
Vinna við hleðslusnúrur krefst sérþekkingar og það þarf dýr sérhæfð verkfæri til að framkvæma hana á réttan hátt.

 Ein af lífsseigari spurningunum er af hverju er 11kW hleðslustöð ekki 7,2kW á einum fasa?
Svarið er 11kW hleðslustöð er mest 16A á hverjum fasa og þar af leiðandi er hleðslustöðin 1X16A á einum fasa eða 16A X 230V er u.þ.b. 3,5kW.
Það er ástæðan að betra er að fara í 22kW hleðslustöð hún er 7,2kW á einum fasa eða 32A X 230V u.þ.b. 7,2kW.
Það þarf að sjálfsögðu að taka tillit til straumgetu rafmagnsstofnsins inn í rafmagnstöfluna í hvað stóra hleðslustöð í kílóvöttum(kW) er hægt að velja. Sjá nánar hér
Teikningarnar hér útskýra betur muninn á hleðslustöðvum.

Þessi teikning er dæmi um hvernig á að tengja lekaliða og vör fyrir mismunandi hleðslustöðvar sem tengjast í töfluna.

Þó farhleðslustöð hafi innbyggðan B-lekaliða verður eftir sem áður að vera annar B-lekaliði fyrir tengilinn sem farstöðin tengist í vegna þess að hægt er að tengja önnur tæki í tengilin sem ekki hafa innbyggðan lekaliða eins og háþrýsti dælur og fl. og fl.

Þá kviknar spurningin má ekki hafa A-gerðar liða fyrir tengilinn?  Svarið er nei og ástæðan er þegar tveir ólíkir lekaliðar á eftir hver öðrum annar af A-gerð og hinn af B-gerð getur myndast mettun sem verður til þess að lekastraumurinn verður hættulega hár án þess að liðarnir leysa út, það er ekki í samræmi við reglugerð enda hættulegt.

Nýjasta reglugerðin kveður á um að bannað er að nota AC-gerðar lekaliða fyrir almenna notkun, þar er A-gerðar liðinn góður kandidat.
Ástæðan er aukin LED-lýsing á heimilum hún veldur mettun á AC-lekaliðum.

Mettunin getur verið það mikil að AC-lekaliði sem á að slá út við 30mA lekastraum slær ekki út fyrr en við 70mA meira en helmingi hærra en leyfilegt er.