Grænni framtíð það er málið.

 Heim   Besen hleðslustöðvar   Khons hleðslustöðvar   Hugbúnaðar hleðslustöðvar   Snúrur og millistykki   Tölvulagnir   Fatnaður   Leiðbeiningar   Tilboð   Rafbúnaður   Um  Öpp

Á þessari síðu er hægt að kaupa hleðslustöðvar, rafbúnað þeim tengdum og ýmislegt fleira.

Sendu mér póst þannig fara kaupin fram.

gunnthor@gunnthor.com eða hledslustodvar@hledslustodvar.is

Hvað þarf að hafa í huga þegar hleðslustöð er valin.
Fyrst af öllu sem þarf að skoða, eru þrír fasar í boði í rafmagntöflunni og þá 3X50A eða stærra höfuðvar og nóg pláss fyrir viðbótarbúnað eins og vör og lekaliða og er taflan með "NEOZED" var/vör?  Ef já þá er hægt að fara í 22kW hleðslustöð án verulegs aukakostnaðar.  Sparnaðurinn getur einnig orðið um og yfir kr.50.000- ef hleðslustöðin er með B-gerðar(AC og DC vörn) lekaliða.

Ef nei þá bætist við kostnaður að skipta út gömlu höfuð-vörunum, rafverktakinn þarf að kalla til rafveituna til að rjúfa strauminn að húsinu og einnig þarf að breyta tengingum á mælinum í leiðinni.  Þetta tekur drjúgan tíma og aukinn kotnaður.

Ef ekki er pláss fyrir meiri búnað í töflunni gæti þurft að bæta við nýrri töflu t.d. við hliðina á hinni.  Þarna bætist við töluverður kostnaður sem þarf að reikna með í vali á hleðslustöð og gæti jafnvel verið ódýrara að fara í einnafasa 7,2kW stöð.
Ef einungis einn fasi er til umráða og of mikið mál að breyta í þrjá fasa er 7,2kW stöð góður kostur svo framalega að höfuðvarið sé 50A eða stærra, ef ekki sjá næstu línu.
Einnig eru í boði hleðslustöðvar með álagsstýringu sem er góð lausn fyrir heimili með takmarkaða straumgetu. Nánari hér

Af hverju þarf "NEOZED" höfuðvar?  Þetta er krafa í reglugerð um raforkuvirki og rafveiturnar gera kröfu að þessi varbúnaður sé í töflunum líka.  Þessi búnaður er sambyggt bræðivarhús með rofa."NEOZED" höfuð-vörin sem eiga að vera í aðalröflunni fyrir framan mæli og lekaliðar og var fyrir hleðslustöð á eftir mæli, sjá mynd neðar á síðunni.

Myndir sýnir þriggjafasa varhús.Hér eru tvö dæmi um algengar rafmagnstöflur á Íslandi. Fyrri taflan er 30 ára gömul og seinni er 10 ára gömul.
Töluverður kostnaðarmunur er að gera þær hæfar fyrir hleðslustöð, skoðum eldri töfluna fyrst.
Myndin til vinstri er breyting á rafmagnstöflu með gömlu höfuðvari og lekaliða og þarf því nýtt höfuðvar og nýjan lekaliða fyrir íbúðina og einnig öryggi og B-gerðar lekaliða fyrir hleðslustöðina.  

Það þarf að kalla til rafveituna til að rjúfa straum að húsinu skipta um höfuðvarið og kílóvattstundamælinn með tilheyrandi breytingum á tengingum og þegar það er klárt kemur rafveitan með nýjan mæli og þá er hægt að ganga frá öðrum tengingum í töflunni ásamt því að bæta við vari(öryggi) og B-gerðar lekaliða fyrir hleðslustöðina.Það er minna mál að gera nýrri töfluna klára fyrir hleðslustöð og þar með ódýrara. Bæði minni efniskostnaður og færri vinnustundir.
Það á við bæði einna og þriggja fasa töflur.
Þessi teikning er dæmi um hvernig á að tengja lekaliða og vör fyrir mismunandi hleðslustöðvar sem tengjast í töfluna.

Þó farhleðslustöð hafi innbyggðan B-lekaliða verður eftir sem áður að vera annar B-lekaliði fyrir tengilinn sem farstöðin tengist í vegna þess að hægt er að tengja önnur tæki í tengilin sem ekki hafa innbyggðan lekaliða eins og háþrýsti dælur og fl. og fl.

Þá kviknar spurningin má ekki hafa A-gerðar liða fyrir tengilinn?  Svarið er nei og ástæðan er þegar tveir ólíkir lekaliðar á eftir hver öðrum annar af A-gerð og hinn af B-gerð getur myndast mettun sem verður til þess að lekastraumurinn verður hættulega hár án þess að liðarnir leysa út, það er ekki í samræmi við reglugerð enda hættulegt.

Nýjasta reglugerðin kveður á um að bannað er að nota AC-gerðar lekaliða fyrir almenna notkun, þar er A-gerðar liðinn góður kandidat.
Ástæðan er aukin LED-lýsing á heimilum hún veldur mettun á AC-lekaliðum.

Mettunin getur verið það mikil að AC-lekaliði sem á að slá út við 30mA lekastraum slær ekki út fyrr en við 70mA meira en helmingi hærra en leyfilegt er.

Þegar raflögnin er full frá gengin þarf að mæla hana í gegnum hleðslustöðinna með viðurkenndum úttektarmæli og þannig er gengið úr skugga um að raflögnin sé í lagi milli hleðslustöðvar og rafmagnstöflu.

Þessir mælar mæla m.a. spennuna, hringrásarviðnám, skammhlaupsstraum, bilanastraum og útsláttartíma lekastraumsrofa bæði AC(<30mA) og DC(<6mA), spennuhækkun við útleysingu og fl., þessar niðurstöður eru svo skráðar í skýrsluna sem rafverktakinn skilar inn til HMS.

Góð regla er að mæla jarðtenginguna gegnum hleðslusnúruna og út í yfirbyggingu bílsins líka.

Verð á uppsetningu á einni hleðslustöð er 132.000- kr.

Það sem er innifalið í uppsetningunni er:
Setja hleðslustöðina á vegginn og leggja að henni allt að 9m ásamt sjálfvari í töflu.
Merkja töfluna, mæla með úttektarmæli og tilkynna verkið til HMS.

Það sem ekki er innifalið í uppsetningunni er:
Múrbrot, fræsingar, lögn lengri en 9m og breytingar á rafmagnstöflu eins og nýtt aðalvar og tengibreytingar á orkumæli og fl. Jarðvegsvinna.

Útsend vinna í rafverktöku án VSK er 9.500- kr.

Útseld vinna við netbúnað eins og beina, skipta, eldveggi, netþjóna, Wifi og fl. því tengdu 12.500- kr. án VSK

Hægt er að sækja um endurgreiðslu á VSK hjá skattur.is bæði á vinnu og efni og þar með talið hleðslustöðinni líka.