Hvernig virka hleðslustöðvar

Teikningin hér fyrir neðan er af einfaldri AC hleðslustöð þriggja fasa og ef hún væri einna fasa væri bara fasi 1 tengdur annað óbreytt.

Stýriliðinn er rafeindastýring sem stjórnar stöðinni eftir merkjum sem koma frá bílnum og þessi merki berast til stýriliðans eftir vírunum merktir PP og CP, þetta eru grönnu pinnarnir í klónni.
Hvað gerist þegar klónni er stungið í samband við bílinn?
PP merkið er til að finna út hvað er hægt að hlaða með miklum straum eða amperum, sjá nánari lýsingu neðar.
CP merkið er stutti pinninn í Type 2 klónni og ástæðan fyrir því að hann sé styttri er að hinir pinnarnir verða að vera vel tengdir áður en hann getur gefið merki um að hleðsla geti hafist en það er einmitt tilgangurinn með honum og í Type 1 klónni er microrofi undir takkanum sem þarf að ýta á til að ná henni úr sambandi, hann þjónar sama hlutverki. Þessi pinni eða rofi er ekki síður mikilvægir þegar klóin er rifnir úr sambandi í miðri hleðslu. Það sem gerist þá er að stutti pinninn fer fyrstur úr sambandi og þá rýfur stýrliðinn strauminn á K1 í hleðslustöðinni sem rýfur þá strauminn til bílsins og sama tíma er hleðslutækið í bílnum að keyra niður strauminn til rafhlöðunnar. Þannig verður ekkert skyndilegt rof í rásinni sem getur valdið skemmdum og jafnvel slysum því munum það að þarna er mikil orka á ferðinni.

*Nánari lýsing á PP stýringunni. Þetta merki gefur hleðslutækinu í bílnum merki um hver sé mesti straumur sem bíllinn má taka í gegnum hleðslustöðina og hleðslusnúruna og þess vegna þarf að vera rétt viðnám í hleðslusnúrunni svo ekki fari of mikill straumur í gegnum hana það getur valdið eldsvoða. Notið nýjar CE merktar hleðslusnúrur og öruggast að hafa þær 32A 7,2kW eða 22kW.
Álagsjöfnun notar þetta merki líka og á sama hátt segja bílnum að lækka straumtökuna eftir auknu álagi eins og best er að orða þetta.

Nýju hleðslustöðvar eins og Besen, Khons, Powercore, Ensto og fl. eru með mikið af aukabúnaði bæði fyrir öryggið og þægindi hægt að skoða það hér.

Upptalningin á búnaði betri hleðslustöðva er eftirfarandi: Yfirálagsvörn, stöðin slær út ef straumurinn fer yfir leyfileg mörk, yfirspennuvörn, stöðin slær út ef það kemur hár spennuspækur inn á hana, undirspennuvörn, stöðin slær út við óeðlilega mikla spennulækkun, AC/DC lekaliða, skammhlaupsvörn, stöðin slær út ef það verður skammhlaup í hleðslusnúrunni eða bílnum og yfirhitavörn. Þetta eru allt mikilvæg atriði til að hlífa bílnum og fólkinu sem umgengst hann. Það er gott að hafa það í huga að bílarnir eru á gúmmí hjólum og því vel einangraðir frá jörðinni og eins gott að jarðtenging og lekaliðar séu í lagi.
Þægilegur búnaður í hleðslustöðvum er upplýsingaskjár og gaumljós og þar sem það á við aðgangsstýringar.