Notið hleðslustöðvar á öruggan hátt!

Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að hlaða rafmagni á rafbíla þarf mikla raforku og því verður að fara eftir reglum HMS og einnig eftir kröfum rafbílaframleiðenda hvað varðar lagnir og frágang rafmagnstafla og raflagna að hleðslustöðvum.

Til eru rafbílaframleiðendur sem ógilda ábyrgðina á rafhlöðum rafbílana ef það kemur upp bilun í rafhlöðunum eða hleðslustýringarhluta þeirra vegna straumrofs til hleðslustöðva meðan bílinn er í hleðslu og má rekja til rangrar uppsetningar á lekaliðum.

Notum 16A iðnaðartenglana fyrir hleðslu rafbíla með hleðslustöðvar upp að 16A einn fasi og 2,5 fermillimetra vír. venjulegi tveggjapinna tengilinn og 1,5 fermillimetra vír hitna undan álaginu við hleðslu rafbíla og geta þannig valdið íkveikju, sjá mynd af réttum tengli.

Margar hleðslustöðvar sem eru fluttar inn til landsins hafa ekki jafnstraums(DC) lekavörn og jafnvel ekki riðstraums(AC) lekavörn heldur, þetta getur skapað hættu og því nauðsynlegt að fá rafverktakann til að setja gerð-B lekasttraumsrofa(lekaliða) í rafmagnstöfluna fyrir framan A eða AC liða sem fyrir eru ásamt sér öryggi fyrir hleðslustöðina. Lekastraumsrofi gerð-B slær út ef jafnstraumsleki nær 6mA og riðstraumsleki nær 30mA og er því nauðsynleg vörn fyrir leka inn á rafkerfið frá t.d. rafbílum. Hver er ástæðan jú ef það verður jafnstraumsleki inn á rafkerfi hússins verður gamli AC lekastraumsrofinn óvirkur og það er hættulegt.

PowerCore(og fleiri) hleðslustöðvarnar eru með innbyggða AC og DC lekastraumsvarnir og þurfa því aðeins að tengjast í sér grein í rafmagnstöfluna samkvæmt reglugerð.

Spurt og svarað

Spurt: Af hverju má ekki tengja 16A hleðslustöð í 16A þvottavélatengilinn?

Svar: Það er vegna þess að tveggja pinna tengilinn og 1,5mm2 vírinn er ekki gerður fyrir svo mikið álag í langan tíma. Mesta álagið frá þvottavélum er að hita vatnið en það tekur bara kringum hálftíma. Hins vegar tekur það marga klukkutíma að hlaða rafmagnsbíla þá er mikil hætta að tengillinn og vírarnir fari að hitna sem getur endað með skelfingu og því notum við tengil og víra sem þola álagið í langan tíma.

Spurt: Af hverju slær út eitt öryggið í íbúðinni minni þegar ég reyni að hlaða rafbílinn minn?

Svar: Þegar Khons farhleðslustöðvarnar með hraðtenginu eru settar í samband stilla þær sig sjálfvirkt á 8A og hefði því átt að geta hlaðið bílinn á þeirri stillingu í venjulegum 10A tengli ef ekkert annað álag er á greininni á sama tíma, mig grunar að þú hafir stillt farhleðslustöðina á 16A og þá er fullkomlega eðlilegt að 10A öryggið hafi slegið út enda á það að gerast þegar yfirálag verður á greininni. Fáðu fagmann í að setja upp nýja grein og tengill bláan 16A og farhleðslustöðin verður 80% fljótari að hlaða bílinn á öruggan hátt.

Er hægt að fá þriggja fasa stöðvarnar með hraðtengi?

Svar: Nei bara einna fasa farhleðslustöðvarnar 16A og 32A

Leiðbeiningar fyrir farhleðslustöðvar

Nokkur orð um tveggja pinna klónna á farhleðslustöðvunum sem fylgja raf og tengiltvinnbílunum

Margir framleiðendur hafa thermistor eða hitaháð viðnám í klónni til að fylgjast með hvort tengillinn sé að hitna meðan bílinn er í hleðslu.
Audi og Volvo eru m.a með þessa skynjun í klónni og það er hægt að sjá það á snúrunni á farhleðslustöðinni, ef það eru 5 vírar þá eru tveir vírar fyrir thermistorinn. Ef klóin er klippt af þarf 10kohm viðnám í staðin fyrir thermistorinn. sjá mynd